Færsluflokkur: Bloggar

Ungliðar láta flokksforystuna heyra það

Stjórnmálamenn sem geta ekki viðurkennt mistök sín er ekki treystandi, segja stjórnendur framtíðarinnar.  Merkilegar umræður áttu sér stað hjá formönnum ungliðahreyfinga flokkanna í þættinum Mér finnst.  Þar kom kom skýrt fram ákall nýrra tíma um mennsku og einlægni  stjórnmálamanna.  Það vakti líka athygli hvað ungliðarnir áttu auðvelt með að sammælast og finna lausnir á vanda þjóðarinnar. Við eigum von á góðu þegar þessar þroskuðu, vel gefnu og  menntuðu konur taka við stjórn landsins. 

Gu r_n Birna 4

Guðrún Birna le Sage de Fontenay,
formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.


 fanneybirna__jpg_280x800_q95
Fanney Birna Jónsdóttir,formaður Heimdallar.

bryndis-gunnlaugsdottir-43

Bryndís Gunnlaugsdóttir,
formaður Sambands ungra framsóknarmanna.
 

ssSnærós Sindradóttir,
fulltrúi Ungra vinstri grænna.


Allt soldið sirka og sjarmerandi á ÍNN

Það vantaði bara 10 mínútur framan á þáttinn MÉR FINNST í kvöld þar sem merkilegir endurfundir áttu sér stað.  Gestir þáttarins voru Kolfinna og fastakonurnar - Björk Jakobs, Guðrún Bergmanna og Sigríður Klingengberg - við vissum að Ellý yrði sein, var að lesa fréttir á Bylgjunni. 

Mættar uppá ÍNN uppúr fjögur - uppdressaðar og sminkaðar - komnar í settið klukkan fimm - röðuðum okkur í kringum borðið í myndverinu - tókumst aðeins á um staðsetningu eins og venjulega - settum upp hljóðnemana og gerðum hljóðprufur. 

Síðan var talið í.  Ég kynnti þáttinn - þessa einstöku endurfundi - rann til með olnbogann á borðinu og  var sökuð um ölvun - allt látið flakka og ekkert klippt.  Konur að velta fyrir sér stöðunni - Ísland á heljarþröm - Sigga hvetur til jákvæðni og segist biðja fyrir ríksstjórninni - Kolfinna vill mótmæli og uppgjör - Björk nýkomin frá Rússlandi, himinlifandi yfir Íslandi - aðrar tilbúnar að flytja úr landi.  Konur lýsa líðan sinni - ein komin á atvinnuleysisbætur, önnur að hugleiða gjaldþrot. 

Þátturinn á enda og við flytjum okkur fram í eldhús.  Viðar alsherjar sér um afganginn.  Þátturinn að fara í loftið þegar í ljós kemur að það vantar framan á hann - fyrsti hlutinn aldrei tekinn upp.  Æææ!!!   Útsendingin byrjar í miðju kafi:  „Ellý er mætt ... og við vorum einmitt að ræða ....“ - óborganlegar upphafsmínútur glataðar að eilífu.

Eftir smá ergelsi og tuð er ekki um annað  að ræða en að brosa.  Viðar alsherjar segir fyrirgefðu - hann hlýtur að vera æðrulausasti maður á Íslandi, er í 10 hlutverkum, sér um lýsingu, hljóð, upptökur, klippingu, súb-texta, gerir lógó og stef, renderar þættina, sér um útsendingu.  Stundum blikka ljósin, hljóðið getur verið til vandræða, freimingar eru frjálslegar og það getur vantað framan á þætti.  En þetta er hluti af sjarmanum - einlægni og einfaldleiki - það sem gerist gerist bara, ekkert leikrit í gangi, engar brellur, allt orginal, nógur tími, engin ritskoðun og allir fá að heyrast. 

Þannig er ÍNN - soldið sirka og sjamerandi.

Ásdís Olsen


Verðtryggðu húsnæðislánin munu setja millistéttina á hausinn

Þetta kom fram í þættinum Mér finnst á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld. 

Íslenska millistéttin - vel launað fólk sem borgar skatta og heldur í raun kerfinu uppi - er að gefast upp á greiðslubyrði húsnæðislána - verðtryggingin er að setja fólk á hausinn og fólk er að velja gjaldþrot frekar en að eyða öllum laununum sínum í að greiða afborgarnir af húseignum sem það mun hvort sem aldrei eignast. Þúsundir heimila verða eign bankanna á næstunni og vel menntað fólk sér framtíð sinni best borgið í útlöndum. Þetta kom fram í þeim dæmisögum sem voru til umræðu í þættinum og í máli Ingólfs H. Ingólfssonar fjármálaráðgjafa.

Það eina sem gæti komið til bjargar er að hagræða verðtryggingu lána, t.d. með því að festa vextina við 4% - leggur Ingólfur til - en engar slíkar aðgerðir eru fyrirhugaðar samkvæmt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, sem vinnur að nýju frumvarpi um aðgerðir "til að koma til móts við lántakendur vegna verðtryggingar".

Þessar sögur voru til umræðu í þættinum, en þær eiga við um mörgþúsund íslensk heimili:

Saga 1:
Ungt fólk með 4 ára barn, í vinnu og að ljúka meistaranámi, keypti 25 milljón króna eign fyrir 2 árum – þau átti 7.5 milljónir í íbúðinni, tóku Íbúðalánasjóðs lán upp á 17.5, sem nú er komið í 21 milljón. Ef verðbólgan verður 20%-30% eins og spáð er verður lánið komið vel yfir 25 milljónir eftir ár. Hér eru engin gengislán, engin bílalán, ekkert óábyrgt sukk. Eftir 1 til 2 ára verður eignifjárstaðan orðin neikvæð um 10 milljónir – þótt greitt sé af láninu og afborganir séu himinháar, eignast þau ekki neitt, heldur festast enn frekar í skuldanetinu. Þau velja að borga ekki afborganir, sjá hvort sem er framá gjaldþrot – ætla bara að skila lyklinum til Íbúðarlánasjóðs og flytja til útlanda.

Saga 2:
Miðaldra hjón með 3 börn á heimilinu, í góðri og öruggri vinnu, keyptu sér einbýlishús á 50 milljónir, áttu 20 milljónir og tóku 30 milljón króna húsnæðislán, sem er komið í 47 millur í dag. Greiðslubyrðin var140.000 á mánuði er nú 260 þúsund. Þau áttu 20 milljónir í húsinu fyrir nokkrum vikum en ekkert í dag. Þau sitja uppi með hús sem ekki er hægt að selja enda stæði húsið ekki undir sér hvort sem er. Þau eru í skuldafangelsi, þurfa að eyða megninu af laununum sínum í afborganir af húsi sem þau koma aldrei til með að eignast nokkuð í. Þau velja að fara í gjaldþrot og leigja sér húsnæði fyrir helmingi lægrii upphæð á mánuði.


Konur eru tilbúnar til að taka völdin

Neyðarstjórn kvenna og Fésbókin eru til umræðu í Mér finnst þessa vikuna. 

Nýr baráttuandi gerir vart við sig á Fésbókinni þessa dagana - enda er hér um að ræða ótrúlega öflugan lýðræðisvettvang - þar sem fólk tengist, hópar og tengslabandalög verða til og hluti gerast hratt.  Neyðarstjórn kvenna  komin með 1600 meðlimi á nokkrum klukkutímum og hópar eins og   „Hættum að borga“  telja 15000 meðlimi.

 


Nýr þáttur - brautryðjendur í opinberri umræðu um kynlíf á Íslandi

Nú eru aftur hafnar upptökur á Mér finnst ... og í dag var Ásdís með áhugaverða umræðu um kynlíf og þróun þeirrar umræðu hér á landi frá því við höfðum bara Samúel og Rauðu ástarsögurnar.  Gestir þáttarins eru konurnar sem ruddu brautina í umræðunni um kynlíf og kynheilbrigði hér á landi, þær Halldóra Bjarnadóttir, Ragnheiður Eiríksdóttir og Ágústa Jóhannsdóttir.  Óhætt er að segja að ýmislegt sé látið flakka á meðal þessara kvenna sem hafa í rætt um kynlíf blyggðunarlaust  í áraraðir.  M.a. rifjar Ragheiður upp fræga sýningu á píkumyndum á hátíðarsýningu á stóra sviði Borgarleikhússins í tengslum við leikritið Píkusögur - hún dró fram myndabókina góðu og deildi með áhorfendum píkumyndum og sögum af þeirri uppákomu.  Konurnar voru einnig bjartsýnar á að kreppan myndi færa okkur ný tækifæri og bættar áherslur í samskiptum.

Kolfinna og Ásdís skiptast nú á að sjá um Mér finnst en þeir eru á dagskrá á föstudagskvöldum í sjónvarpinu á rás 20 og eru einnig aðgengilegir á netinu á inntv.is

 


Neita að fjalla um sleipiefni og smokka í sjónvarpinu

Þessi fréttar á visi.is þarfnast útskýringar ... ekkert að því að fjalla um sleipiefni og smokka í sjónvarpinu ... en við stallsystur viljum ekki blanda saman auglýsingum og heiðarlegri umræðu. 

http://visir.is/article/20080614/LIFID01/619829032

Neita að fjalla um sleipiefni og smokka í sjónvarpinu

„Það var auglýsingasölukonan Fía, sem var að vinna fyrir Ingva Hrafn, sem barðist fyrir því að við værum með smokka og sleipiefni í þættinum en ég tók það ekki í mál," svarar Ásdís Olsen sem hefur umsjá með kvennaþættinum Mér finnst sem sýndur er á sjónvarpsstöð Ingva Hrafns ÍNN þegar Vísir spyr hvort

hún og meðstjórnandi hennar Kolfinna Baldvinsdóttir ætli að stíga skrefið enn lengra í hispurslausri umfjöllun um forvitnileg málefni eins og kynlíf en þær stöllur segjast láta allt flakka ef marka má myndbandið hér.

Kolfinna Baldvinsdóttir, Ingvi Hrafn Jónsson og Ásdís Olsen á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Mynd/Vísir.


Nýr þáttur ...

Kolfinna var með góða gesti í Mér finnst í gær ... http://inntv.is/

Kynlífskönnu til umræðu

Fræg kynlífskönnun ... sem olli miklu fréttafári og setti Kvenréttindafélag Íslands á annan endann á sínum tíma ... var til umfjöllunar í Mér finnst á föstudaginn og til frekari umræðu á visi.is - sjá hér http://www.visir.is/article/20080602/LIFID01/159400884

---- Sagan er þessi - Ásdís Olsen var ritstjóri 19. júní - sem er ársrit Kvenréttindafélags Íslands - sem, ásamt stórhuga ritstjórn - réðst í heilmikla rannsókn á kynlífi kvenna --- sem hafði ekki verið gert áður - að spyrja íslenskar konur hvað þær væru að fá útúr kynlífi - hvað þeim finnst og hvað þær vilja. Rannsóknarfyrirtæki var fengið til að framkvæma rannsóknina - spurningalisti var sendur til 800 kvenna ... en svo óheppilega vildi til að formaður KRFÍ lenti fyrir tilviljun í úrtakinu og brást illa við ... svo þessi mjög svo leynilega rannsókn komst í frétti og varð á allra vitorði - þar sem tölvunefnd og stjórn KRFÍ og Jón Steinar lögmaður -komu m.a. við sögu og að endingu skáru dómstólar landsins úr um lögmæti könnunarinnar og ólögmæti uppsagnar ritsjórans.

Ritsjóri og ritstjórn gáfu tímartitið út í eigin nafni og kölluðu það Sterkar saman ... þar sem niðurstöður rannsóknarinnar frægu voru gerðar opinberar ... og ýmislegt fróðlegt kom í ljós ... 

þegar spurt var ... hefuru haldið framhjá?    sögðu 23% ísl kvenna já

En einnig var spurt  ...

- hvort finnst þér betra að vera með karlmanni með stóran eða lítinn lim?

-færðu kynferðislega fullnægingu?

-hve gömul varstu við fyrstu samfarir?

.... svo dæmi séu tekin.

Upplýsingarnar voru krosskeyrðar og niðurstöðurnar ræddar og túlkaðar með aðstoð kynlífsfræðings.


55 Mér finnst - þættir í loftið

Mér finnst - hattapartý

Elskulegu gestir og aðrir samverkamenn ... Mér finnst - gestaboð á föstudaginn

Húrra húrra - 55 þættir komnir í loftið .... og við fögnum því á föstudaginn - og höldum partý fyrir alla þá sem hafa komið við sögu þáttanna!!!!

Mæting kl. 16:00 í stúdíó .... og við byrjum ballið á mjög frjálslegri upptöku á föstudagsþættinum!!!  Síðan verður gleðin við völd og veitingar í boði hússi

Hlökkum til að sjáykkur - með kveðju, Ásdís og Kolfinna


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband