Mér finnst ...

MÉR FINNST hóf göngu sína af miklum krafti í janúar 2008, í umsjón Ásdísar Olsen og Kolfinnu Baldvinsdóttur, sem höfðu þá til liðs við sig skeleggan hóp kvenna, þær Björk Jakobs, Ellý Ármanns, Elísabetu Jökuls, Guðfríði Lilju, Guðrúnu Bergmann, Katrínu Júlíusdóttur og Kolbrúnu Bergþórss.  Þessi hópur lág ekki á liði sínu og deildi með áhorfendum reynslu sinni, skoðunum, gleði og sorgum.  

MÉR FINNST var þá á dagskrá þrisvar í viku og voru gerðir 54 þættir með því sniði, sem enn eru aðgengilegir á vef ÍNN.

Í haust urðu síðan þær breytingar á MÉR FINNST, vegna niðurskurðar, að Ásdís tók ein við þáttunum og var þeim fækkað úr þremur í einn á viku.  Ásdís hefur valið að taka fyrir einstök viðfangsefni í þáttum sínum og bjóða til sín gestum úr ýmsum áttum.  Þar má því gjarnan heyra nýjar raddir og umræðu sem ekki fer hátt í öðrum fjölmiðlum landsmanna.  Sjá nánar yfirlit yfir viðfangsefni og þætti á vefnum á heimasíður ÍNN.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband