Færsluflokkur: Bloggar
17.1.2008 | 17:35
Mér finnst...
Það er spenna í loftinu, allt á að vera tilbúið fyrir morgundaginn, en þá tökum við upp fyrsta þáttinn. Þetta hefur aldrei verið reynt áður í ísl fjölmiðlun og auðvitað vitum við ekki hvort þetta á eftir að takast. Mun þessum konum takast að slaka á fyrir framan myndavélarnar og vera jafn hispurlausar og þær eru í saumaklúbbunum eða hvar sem það er sem þær viðra skoðanir sínar við kynsystur sínar? Það er nefnilega ekkert skemmtilegra en að vera í góðum hóp kvenna og verða vitni að þeirri stórkostlegri dýnamík sem myndast við það eitt að konur opna sig hver fyrir annarri. Nú er bara að sjá hvort þetta tekst.
Fyrirmyndin kemur auðvitað að utan, The View sýndur á ABC. En það er ekki bara bandarískt sjónvarp sem hefur tekið upp þetta samræðuform í sjónvarpi. Ítalskt sjónvarp, franskt, svo ég tali ekki um spænskt er uppfullt af þáttum af þessu tagi, jafnvel tveggja klt löngum þar sem fólk tekur virkilega á, rífst, skammast, rýkur jafnvel út í fýlu. Eins og Sarkozy gerði um daginn. Mér fannst það flott hjá honum. Auðvitað vitum við að miðjarðarhafsbúar eiga mun auðveldar með að tjá sig en við hérna í norðrinu, en einhvern veginn held ég að þetta eigi eftir að takast og meira en það, ég held þetta eigi eftir að hljóta mikla athygli, því hver er ekki orðinn leiður á þessu staðlaða viðtalsformi á hefðbundnu sjónvarpsstöðvunum? Það er löngu kominn tími til að brjóta upp þessa stífni og leyfa okkur að tala frjálslega, viðra skoðanir okkar - í stað þess að vera sífellt að passa okkur á því sem við megum ekki segja.
Það finnst mér.
Kolfinna
Fyrirmyndin kemur auðvitað að utan, The View sýndur á ABC. En það er ekki bara bandarískt sjónvarp sem hefur tekið upp þetta samræðuform í sjónvarpi. Ítalskt sjónvarp, franskt, svo ég tali ekki um spænskt er uppfullt af þáttum af þessu tagi, jafnvel tveggja klt löngum þar sem fólk tekur virkilega á, rífst, skammast, rýkur jafnvel út í fýlu. Eins og Sarkozy gerði um daginn. Mér fannst það flott hjá honum. Auðvitað vitum við að miðjarðarhafsbúar eiga mun auðveldar með að tjá sig en við hérna í norðrinu, en einhvern veginn held ég að þetta eigi eftir að takast og meira en það, ég held þetta eigi eftir að hljóta mikla athygli, því hver er ekki orðinn leiður á þessu staðlaða viðtalsformi á hefðbundnu sjónvarpsstöðvunum? Það er löngu kominn tími til að brjóta upp þessa stífni og leyfa okkur að tala frjálslega, viðra skoðanir okkar - í stað þess að vera sífellt að passa okkur á því sem við megum ekki segja.
Það finnst mér.
Kolfinna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)