Mér finnst...partý

Ellý Ármanns mætti náttúrulega með vélina í partýið hjá okkur á föstudeginum. Við höfðum boðið öllum skvísunum sem munu vera í þáttunum okkar í kokteil eftir að upptökum að fyrsta þættinum lauk. Svei mér ef við værum ekki til í að búa daglega í kommúnu með öllum þessum konum, það er svo gaman að vera innan um þenkjandi kynsystur sínar sem liggja ekki á skoðunum sínum - og svo eru þær allar svo fyndnar. Þvílík orka í húsinu, þakið gæti vel hafa farið af. Kíkið á upptökurnar: http://www.mbl.is/mm/svidsljos/sofaspjall.html?ss_id=28952

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Hæ stelpur. Fékk þetta sent frá karlmanni sem veit hvað hannn syngur...

Mikið skemmti ég mér mikið við að horfa á nýja skvísuþáttinn á 'INN. Stelpurnar fóru á kostum. Ásdís Olsen reyndi allan tímann að vera siðavand góða stelpan, en gat ekki annað en orðið glitrandi sexy til augnanna annað slagið þegar hinar fóru á kostum við að nálgast grensuna. Kolfinna var óborganleg þegar hún sagði "Píka! það má segja píka! Píkapíkapíkapíka". Elísabet Jökuls, þegar hún sagði " þegar sonur minn sagði að allir í skólanum þekktu mig bara sem mömmu hans, en ekki sem listakonu". Ellý, þegar hún var að ópekktast út í Feministana. Þessi þáttur á sko aldeilis eftir að festa 'INN í sessi. Þátturinn og stöðin hans Inga Hrafns, er komin til að vera. Það er, útaf fyrir sig, alveg yndælt. Vegna þess að maðurinn er einn af þeim fáu, sem kann að segja allt af fullri hreinskilni og komast upp með það. Hann er búinn að margsanna að hann stendur við orðin sín.

Líka þáu stóru og skelfilega hreinskilnu. Áfram 'INN.

Ellý Ármannsdóttir, 22.1.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband