kyssumst svo hringarnir festast saman

Þátturinn var svo sem ekki um neitt, allir geta talað um sitt eigið ágæti. En við náðum þó endasprett: um fjölmiðlana, hvert er þeirra hlutverk? Kolfinna hefur unnið í fjölmiðlum, en Ásdís er fjölmiðlafræðingur. Hver er munurinn? jah, þú verður bara að horfa á þáttinn. Ellý Ármanns sló okkur út af laginu, eins og alltaf. Spurning: Prumpar þú fyrir framan manninn þinn? Kolfinna, sem var að tala um rasisma og kynjakvóta, varð orðlaus. Þetta gerist mjög sjaldan. Ásdís varð mjög ánægð. Kolfinna verður aldrei orðlaus! Jah, Woody Allen sagði: the moment you take a shit infront of your partner, it's finished.
Erla Ragnars, söngkonan sjálf úr Dúkkulísunum, (þíð munið: ég vildi ég væri Pamela í Dallas yeah) sem er nú ýmsu vön, sagði við sjálfan sig: í þennan þátt kem ég ekki aftur.
Dominika sat og hlustaði á gömlu kerlingarnar tala eins og þær vissu allt en klikktu út með þessu: við stelpurnar kyssumst alltaf þegar við förum á jammið og stundum festast tunguhringarnir saman.
Hvað get ég sagt??? Hefur þú eitthvað að segja?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Horfði á ykkar síðasta þátt á netinu í heild sinni núna rétt áðan.  Gat með engu móti slitið mig frá tölvuskjánum. 

Vil hrósa ykkur fyrir ferskan, frjálsan og skemmtilegan þátt.  Meira svona!  Tilgerð í sjónvarpi er leiðinleg.  Þið eruð andstæðan.

Ég mun fylgjast með ykkur í framtíðinni af áhuga.

Kveðja, Eddi. 

Edvard Kristinn Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 04:36

2 identicon

Skemmtilegir þættir!

Vissi ekki af þeim fyrr en núna en horfði á þá á visi.is

Jóna (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 00:38

3 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Eddi þú ert maður að mínu skapi

Ellý Ármannsdóttir, 17.2.2008 kl. 08:50

4 identicon

Sælar allar. Frábær þátturinn ykkar, frábærar og ferskar konur á öllum aldri.  Vissi ekkert af þessu en datt inn í þetta í dag í einhverju letikasti um miðjan daginn þegar ég kveikti á sjónvarpinu. Hiphip húrra!! - meira af þessu - einmitt það sem vantaði í íslenskt sjónvarp

Alva Ævarsdóttir, bara ósköp venjuleg kona á Blönduósi

alva (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 00:30

5 identicon

Gott að það skuli vera kominn sjónvarpsþáttur þar sem konur tjá sig umbúðarlaust.

Það er gott að leyfa umræðunni að flæða en kæru konur, þið getið ekki haldið áfram að tala svona hver ofaní aðra og hver í kapp við aðra.

 þau skipti sem ég hef séð þáttinn finnst mér of mikið um að þið hlustið ekki hver á aðra heldur bíðið óþolinmóðar eftir því að komast að sjálfar.

Verst finnst mér Kolfinna vera að þessu leiti.

Ég vona að þetta breytist til batnaðar - gangi ykkur vel.

kona (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband