Játningar karlrembu, "fake" leikhús, og baritónninn

Fjórar valkyrjur í setti og komnar á fullt, þegar tæknimaðurinn veifar: tæknilegir örðuleikar. Svonalagað gerist ekki bara á RÚV! Þegar upptakan hófst að nýju var ekki hægt að tala um það sama, nema að leika það, og það er bannað í þáttunum Mér finnst.... . Hann á að vera eins raunverulegur og hægt er. Umræðan um bókina Játningar karlrembu töpuðust því, en Kolfinna hafði sett fram kenningu um tilgang bókarinnar. Annað hvort sá rithöfundurinn fram á skyndigróða mikinn, því bókin verður án efa þýdd á mörg tungumál. Eða þá að hann sé kominn á það sem Ingvi Hrafn kallar "umönnunaraldurinn" og þurfi því að leggja inn gott orð hjá konum, til að þær fari ekki illa með hann á efri árum. Því rithöfundurinn er að nálgast sextugt, (auðvitað) sænskur og ævinlega verið framkvæmdarstjóri í ýmsum fyrirtækjum, setið í stjórnum o.s.frv. Svo getur náttúrulega verið að maðurinn sé að segja satt, að hann hafi skyndilega séð ljósið og vilji deila með öðrum þá skömm sem hann þjáist af yfir því að hafa alla tíð verið KARLREMBA. Öðrum víti til varnar. Bókin er því skyldulesning fyrir alla karlmenn í stjórnunarstöðum, en konur þekkja boðskapinn inn og út, en það gleður auðvitað hið meyra kvenmannshjarta að sjá karlmann rökstyðja það sem þær hafa tuðað og nöldrað yfir öll þessi ár, án þess að fá nokkra hlustun aðra en: æj vertu ekki að þessu nöldri.
Sjálfur segist hann hafa séð ljósið fyrst þegar dóttir hans fór út á vinnumarkaðinn, og þá uppgötvað um hvað þetta jafnréttistuð eiginlega snerist. Hann sjálfur hafði verið karlremba par excellence og meðvitað jafnt sem ómeðvitað notað öll þau ósýnilegu tól karla til að halda konum frá og jafnvel til að halda þeim niðri. En hér lauk umræðunni, tæknimaðurinn (karlmaður) stöðvaði upptökuna. Tæknileg vandræði eða hvað? Spurningin er þó: þegar karlmaður skrifar um misrétti kvenna er boðskapurinn þá fyrst marktækur? Við höldum áfram með þá umræðu í næsta þætti.

Þar sem í settinu voru tvær konur úr menningargeiranum, Björk Jakobs og Kolbrún Bergþórs, snérust umræðurnar ósjálfrátt um leikhús og bókmenntir. Og allar töluðu konurnar hver ofan í aðra. Það er erfitt að stýra umræðunum þegar fjórar málglaðar valkyrjur vilja allar láta skoðanir sínar í ljós. En fjör færðist fyrst í leikinn þegar rætt var um raunveruleika sjónvarp. Ásdís tilkynnti að áhugi hennar á leikhúsi og bókmenntum hefði orðið að engu eftir að hún fór að sökkva sér niður í alla þá bandaríska þætti sem sýna raunverulegt fólk takast á við raunveruleg vandamál. Leikhús fyrir henni er "fake". Auðvitað tóku Björk og Kolbrún andköf en í ljós kom þó að þær eru jafn mikil fórnarlömb raunveruleika sjónvarps og Ásdís. Og þegar þær voru farnar á kaf í þessar umræður svo heyrðust ekki orðaskil, stóð Kolfinna upp og fór á klósettið. Gæti ekki hafa verið raunverulegra:) En það er spurning þá hvort óperan eigi rétt á sér, eins óraunveruleg og hún er. Það kom þó í ljós að hinn fastráðni baritónn Íslensku Óperunnar er með eindæmum myndarlegur. Kannski við fáum hann til að koma í þáttinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oft er sagt að bestu raunveruleikasjónvarpsþættirnir séu með handrit, leikara og fyrirfram ákveðin plot. annars fannst mér íbúðin hans bibba curver snilld.

Kolla (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:58

2 identicon

Kæru konur

takk fyrir þáttinn ykkar. Það er gaman að horfa á ykkur og þar sem ég er kona finnst mér mjög auðvelt að skilja ykkur þrátt fyrir gjammið. Ekki hætta því kannski bara minnka að tala svona mikið um það.

Mig langar þó að bend ykkur á eitt sem mér finnst merkilegur hlutur.Þið voruð að ræða skilnaði í einhverjum þætti  og peninga og hvernig peningar væru vopn karlmannsins. Í mörgum tilfellum er það trúlega rétt en sá hópur karla fer stækkandi sem er ekki að fóta sig eftir skilnað

Það telst eðlilegt að konan og börnin fái húsnæðið þá er leiguhúsnæði sá kostur sem þeir hafa flestir hafa þeir ekki rétt á húsaleigubótum og eru svo að borga 1,2 eða 3 meðlög tæpar 20 000 kr á mánuði

Þessi hópur er víst sá hópur sem er að verða verst úti í okkar samfélagi fráskildir menn með um 250 000 - 300 000 á mánuði

Æi það er svo margt sem þið eruð að ræða sem mig langar að komenda á bæði með og móti

En aftur takk fyrir þáttinn ykkar

kv Arndís

Arndís (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:20

3 identicon

Þetta eru ógeðslega góðir þættir og ég er orðin hooked. Menningarelítan- hver nennir að lesa lesbókina þar sem þetta er bara innanhúss snobb.

Mér finnst þetta svo sannaralega raunveruleikasjónvarp -þ.e. þátturinn ykkar. Gott að geta horft á netinu -hver segir að raunveruleikasjónvarp þurfi að veraí beinni. Mér finnst eins og ég sitji við borðið með ykkur nema ég hef ekki rödd og þarf oft að halda aftur að mér að tala ekki við tölvuna:) 

Ása (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:53

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hæ stelpur í þættinum MÉR FINNST ! 

Skrifa hér en veit ekkert hvar setningar lenda best!!!!!!!

Mikið rosalega tók ég út fyrir ykkar fyrsta þátt sem í mínum huga var flestum af minni kynslóð ofuga, virkaði stressandi á mín innri öfl.....já svo mjög að ég gerði ykkur að umfjöllunarefni á pínuparti á bloggsíðu minni, sé ei eftir því : Lífið getur bætt mann umsvifarlaust !.  Kolfinna fór algjörlega í mínar fínustu eins og sagt er...handapat og framígjöf.....andskotans.  Hvað um það, þá er það nú svo að ef málin maður skoðar kemur að því að einhver þroski er fyrir hendi og opinn möguleiki...þá gefur maður sjens.  Í dag tek ég ofan fyrir ykkur stelpur í þessum þætti með prumpi Ellýar og öllu hinu en samt hvet Kolfinnu til að hreyfa limi aðeins hægar...ekkert persónulegt en truflar helling af konum hahahahha.  Lokaorð eru: Frábær þáttur þar sem konur opna umræðu um nauðsynleg mál, já nauðsyng mál....áfram stelpur.  Maðurinn minn fór í dag á ÍNN í viðtal til Guðjóns B , sæll og sagði:  Farðu til stelpnanna með allt þitt skemmtilega kona. Lífið er skemmtilegt.!!

Áfram stelpur.

Kveðja

Fjóla

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 20.2.2008 kl. 02:08

5 identicon

Frábær þáttur hjá ykkur stelpur

Mér fannst Björk Jakobs koma inn á góðan punkt í þættinum, þegar hún talaði um sköpun og tjáningu barna í skólum landsins. Gangi þér vel með þetta Björk.

Kveðja

Elsa (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband