Burt með siðprýðina, lifi Tantra

Tantra æðið stóð sem hæst fyrir nokkrum árum og hjálpaði þorra Íslendinga að hugsa öðruvísi um kynlífið, að finna samhljóm, jafnvel hugljómun á æðstu stigum hins andlega þroska. En Guðjón Bergmann hefur ekki viljað tala um tantra síðan þáttunum lauk, og útskýrði fyrir okkur af hverju: viðtökurnar voru barnalegar, það var flissað og fulmblað og fjölmiðlar fóru á lægsta plan með tepruháttinn. Að mati Guðjóns var þetta ekki tekið alvarlega, heldur enn og aftur tekið á umræðunni um kynlíf sem dónalegt og klúrt, sem var þvert gegn tilgangi þáttanna. Sum hjónanna sem tóku þátt hafa liðið fyrir viðtökurnar. En við komumst að því að hugrakkara fólk væri ekki til. Fólk sem þorði að ýta við ramma "siðprýðinnar" sem við höfum talað nokkuð um í þáttunum, og ætti svo sannarlega hrós skilið. Það þarf hugrekki til að brjóta ísinn. Frumkvöðlar eru þeir venjulega kallaðir, sem opna fyrir margar flóðgáttirnar, sem of oft hefta frelsi hugans og flæði hamingjunnar.

Og þar sem við kvennsurnar vorum svo spenntar að heyra í Guðjóni, beindust allra okkar augu að honum. Eða var það eingöngu vegna þess að hann er karlmaður? Við höfum tekið eftir því áður að þegar við fáum karlmann í heimsókn, hættum við að gjamma hver ofan í aðra og hefjum áras á þennan aumingjans manns sem saklaus settist í stúdíó til okkur. Það kom annar karlmaður líka í heimsókn, ungur maður að nafni Guðmundur. Hann er kær vinur Elísabetar og það kom í ljós að Elísabet nýtir sér kunningsskap sinn við hann til að forvitnast um funksjón heilabús karlmannsinsins. Hann er hennar tilraunadýr sem hefur reynst henni vel. Þegar hún t.d. sendi kynlífsóra sína í email til elskuhuga síns, leið henni um stund sem hinum versta perra og að maðurinn hennar kæri myndi aldrei vilja tala við hana aftur. Guðmundur sannfærði hana þó um að þetta væri hin mesta hugsunarvilla, þarna hefði elskuhugi hennar aldeilis dottið í lukkupottinn. Draumur hvers (karl)manns sé að finna fyrir meiri greddu hjá henni en hjá sér sjálfum, sem hann heldur að hann þurfi sífellt að bæla. Þetta fannst okkur stórmerkilegt, en það kom líka í ljós að Guðmundur er maður sem hefur reynt ýmislegt: þegar hann var svo langt leiddur á hinum þyrnum stráða lífsins vegi, og átti sér enga aðra von en að fara á Vog 17 ára, hefði hann komist að því að hann hefði varla lítið annað uppá að bjóða lífinu, en algera hreinskilni gagnvart sjálfum sér og öðrum. Guðdómlegt að kynnast svona mönnum, sögðum við og föðmuðum hann.

Það er hart ef við þurfum að hafa sokkið svo djúpt til að öðlast einhvern skilning á sjálfum okkur og öðrum. En ætli það sé nóg að fara á námskeið? Guðrún mamma Guðjóns sem líka í settinu heldur alls kyns námsskeið sem hún kallar "sjálfsræktun". Kannski betra að fara þá leið en hina þyrnum stráðu? En þau mæðgin áttu í engum vandræðum með að tala um kynlíf og allt það sem pör gera sín á milli, og þetta fannst Ásdísi stórmerkilegt, því ekki alltaf er það svo að foreldrar og börn, sama á hvaða aldrei þau eru, nái því stigi, að tala um tilfinningaleg mál eða persónuleg. Henni tókst ekki einu sinni að fá saumaklúbbinn til að tala við sig um hennar persónulegu vandamál um daginn. Saumaklúbburinn lét sem ekkert væri þó allar vissu, hver í sínu horni, hvað gengi á í lífi hennar þessa dagana, það hafði m.a.s. segja komið í Séð og Heyrt! Og hvað henni fannst það óþægilegt! Þögnin sem allt drepur. En til hvers eru saumaklúbbar ef ekki til að veita manni stuðning á erfiðum stundum? Eru þeir þá eftir allt bara um það að sauma? Eða afsökun til að komast burt af heimilinu um stund? Eða til að komast á fyllerí án eiginmannsins? Það er stóra spurningin. Við erum að leita að saumaklúbb til að koma í þátt til okkar, til að taka þátt í umræðunum okkar. Veist þú um góðan saumaklúbb sem væri til?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband