28.2.2008 | 14:23
Kræklótt leg, klamedía og sílíkonfylltir skapabarmar
Kræklótt leg, afturlægt, eða fram? Aðeins kvensjúkdómalæknirinn þinn veit, og hann vill ekki segja þér hvernig legið þitt liggur, hans eigið trúnaðamál segir hann! En eigum við ekki rétt á að vita? Fákunnátta okkar kvennanna um okkar eigin líkama hefur áður komið fram í þáttunum hjá okkur, en Björk Jakobs gaf okkur sýnikennslu. Hún veit að hennar leg er afturlægt (líka leg Guðrúnar Helgu Jónasardóttur sem var gestur okkar og þær föðmuðust yfir þessum sameiginlegu innvolsiseinkennum, sannir comrades) og til að sýna okkur hvað það þýðir, tók hún upp banana sem lá á borðinu hjá okkur. Hún snéri honum upp og svo niður, violá, rétt eins og legið. En hvað með kræklótta legið? Þá snéri hún uppá bananahýðið! Ef að þetta byggir á svo einföldum staðreyndum væri það þá ekki ráð að koma upp einhvers konar legmælingasetri sem komi fólki saman? Ekkert gagn af einkamáladálkunum lengur! Í stað "hef gaman af ferðalögum, líkamsrækt og hráfæði" kæmi "er með kræklótt leg".....
En við töluðum þó um annað og meira en innvolsið. Við komumst að því að tölur yfir klamedíu á Íslandi eru mun hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum. Er það vegna þess að skyndikynni fólks fara fram á börum bæjarins? Kæruleysið magnað upp með aðstoð bjórsins. 90% íslenskra para hafa kynnst á börum, segir statístíkin. Einn af þremur Íslendingum með klamedíu! Og hvað varð um smokkaherferðina sem einu sinni var gerð fyrir um 20 árum eða svo? Kannski komin tími á nýja herferð. Sérstaklega nú þegar framfarir í smokkagerð hafa verið svo miklar. Með öllum brögðum og í þokkabót "étanlegir". Giftu konurnar við borðið reyndust ekki vita mikið um þessar mörgu nýju tegundir smokka, þær minntust þess einungis að hafa liðið eins og inn á bílaverkstæði við að opna pakkann, ekki mjög eggjandi, en í dag er jafnvel hægt að fá einn með bernaisesósu, ekki að það hljómi meira eggjandi. Nema nautasteikin fylgi með. Umm...
Og þar sem við vorum komnar svo langt á þessari línu, gátum við ekki hætt. Ellý Ármanns, sem allt veit, leiddi okkur í þann óskaplega sannleik að til væru konur sem létu lagfæra á sér skapabarmana: einhverskonar sílikon fylltir skapabarmar. Í hvaða tilgangi áttum við erfitt með að skilja, en sumar okkar, með minni fordóma en aðrar, komust að því að þetta væri í stakasta lagi og algerlega skiljanlegt ef það bætir sálarlíf og sjálfsöruggi konunnar. Við hinar fordómafullu mæltum með geðdeildinni. Eftir þáttinn stakk Björk uppá því að færum á fjóra fætur og dæmdum um það hver okkar væri með flottustu skapabarmana. Þær sem ekki stæðust standardinn (sem við vissum þó ekki hver yrði) ættu að fara beint uppá spítala. Á hvaða deild væri að eigin vali.
Við auglýstum eftir einhverjum hugrökkum, sem væri til í að segja okkur meira af því sem kallast "swingers club". Ellý Ármanns úskýrði fyrir okkur piparjúnkunum að vinafólk hennar hefði fengið lykil sendan í pósti frá þessum klúbbi og að þau hjónin væru að velta því fyrir sér hvort þau ættu að láta slag standa. Við þessar einfeldningslegu erum afar spenntar að fá meira að vita um þetta fyrirbæri, sem Ellý segir að sé þó nokkuð algengt. Er það satt?
Hvað varðar klúrheitin hefur þessi þáttur líklegast slegið alla hina út!!!
Eða hvað finnst þér?
Athugasemdir
"Ertu alveg spinnigal?" hrópaði metnaðargjarna vel gifta vinkona mín þegar ég bauð henni að mæta með lykilinn og boðskortið í þáttinn.
"Ææii vertu ekki svona mikil tepra," svaraði ég vitandi að eflaust yrði auðveldara fyrir Kolfinnu og Ásdísi að bjóða andfúlum lýtalækni í þáttinn en konu með sílíkonfyllta skapabarma sem hefur ekki enn ákveðið hvort hún og þrælmyndarlegi vel stæði maðurinn hennar láti slag standa í von um að losa um gremjuna sem hefur einkennt hjónabandið síðustu misseri...
Ellý Ármannsdóttir, 28.2.2008 kl. 15:11
Hæ skvís - er klúbburinn þá fyrst og fremst ætlaður þeim sem búa við hjónabandsgremju? Er þetta kannski ný leið til að bjarga hjónabandinu? Í stað þess að fara á "sjálfsræktunarnámsskeið"? Örugglega mun meira spennandi... Las það einhvers staðar að framhjáhald væri stundum ágætis leið til að bjarga dauðum hjónaböndum. Betra þá að hjónin haldi saman framhjá, ekki satt?
Kolfinna Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:38
Þú ert yndisleg þegar kemur að lausnum Kolfinna. Mér finnst hjónaband einfaldlega vera annað heiti á sambandi og þegar samband þjónar ekki lengur tilgangi sínum og ekki er um sanna sameiningu að ræða skiptir litlu máli hvernig fólk lýkur því. Swingið leysir engann vanda.
Ellý Ármannsdóttir, 1.3.2008 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.