Ekkert val, inn á súlustað

Getur það einhvern tímann verið val konu að gerast súludansari? Ef það eru einhverjir þarna úti sem halda slíku fram, þá viljum við benda á að slíkt "val" er aldrei nema af nauðsyn einni. Þetta ræddum við í settinu í gær, út frá öllum hugsanlegum hliðum. Kolfinna hafði farið í rannsóknarleiðangur niður í bæ, á eina súlustað Rvíkur, (allir hinir eru fluttir í Kópavog), og hitti þar fyrir unga stúlku frá Búdapest sem hafði þó lítinn síma til að svara spurningum hennar, svo busy var hún við lapdansinn, en eitt kom þó fram: að hún gæti ekki hitt Kolfinnu utan vinnutíma nema með samþykki "the boss", eins og hún orðaði það. Það var fyrst þá sem réttlætiskennd kvennanna við borðið var misboðið - er hún virkileg skert ferðafrelsi? Er það réttmætt? Af hverju er það "the boss" sem ákveður hvern stúlkan má hitta? Og hvort hún megi hitta einhvern? Og það ekki ein, heldur í fylgd "the boss"..... Ef einungis um súludans er að ræða, eins og haldið er fram, hvers vegna þessi hræðsla? Jú stúlkunni sjálfri til öryggis, það er aldrei að vita hvar þessir pervertar leynast (þó all margir þeirra séu greinilega fastagestir á Óðali), en kannski meir til verndar "the boss", eða hvað? Í gær fór UNIFEM af stað með fjársöfnun til handa konum sem seldar eru mansali. Gott framtak, en hvers vegna ekki að beina líka sjónum að þeim konum sem hingað eru komnar? Gætum við farið af stað með eitthvert átakið, einhver félagasamtök, einhverja fjársöfnun, til að gefa þó þeim konum sem læstar eru inn á súlustöðunum einhvern annan valkost? Er einhver þarna úti sem myndi vilja taka þátt í slíku verkefni? Lát vita.

En það kom í ljós að nokkrar konur við settið höfðu líka einhvern tímann á lífsleiðinni farið á einhverjar búllur til að sjá karla strippa. Björk var á því að það væri barasta allt annað en að sjá konu strippa. Stemmningin væri allt önnur, konur skríkjandi, spólgraðar, jafnvel byrjaðar að afklæðast, manngreyinu þó sjaldnast til annars en gleði. Að sjá konu strippa hins vegar á búllu fulla af körlum væri ekkert annað en sorglegt og jafnvel skömmustulegt. Hvernig stendur á þessum mun?
Hvað finnst þér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það vantar fleiri strippara í svona löggu búning..

Viðar Freyr Guðmundsson, 5.3.2008 kl. 00:25

2 identicon

jæja sé að það er ekki kominn pistill úr síðasta þætti sem var í gær 6/3.

Sá þáttur var nú ekki nærri því eins skemmtilegur eins og margir aðrir þættir þar sem þig sátuð og hlustuðu á Bryndísi með stjörnur í augum.

Litlar sem engar umræður og þið þögðuð og leyfðuð henni að tala. Eins og þið gerið þegar þið fáið karlmann til ykkar í settið. Þar þó fattið þið að þið þegið og takið á því núna gerðuð þið það ekki.

Varð fyrir vonbrigðum með þáttinn, elska þegar þið talið hvor aðra í kaf. Myndast svo skemmtilega skoðanaskipti hjá ykkur.

En ekki núna...

sigga hrund (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:37

3 identicon

Mér fannst þátturinn með Bryndísi frábær og vona að hún komi aftur í heimsókn. Hefði viljað heyra meira í henni.

Sorglegt að heyra um árásina sem Dominika varð fyrir. Hvað er að gerast í okkar litla þjóðfélagi? Hvað er hægt að gera til að laga ástandið? Mér finnst að þið ættuð að velta þessu fyrir ykkur í næsta þætti.

Takk fyrir frábæran þátt

Elísa (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Sammála með Dominiku.. svona sæt stelpa. Þetta er náttúrulega bara öfund!

Viðar Freyr Guðmundsson, 6.3.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband