Átök og drama hjá Ásdísi og Kolfinnu

kolla+disaMikil átök hafa verið áberandi hjá Ásdísi og Kolfinnu undanfarið og má segja að allt hafi soðið uppúr á miðvikudaginn þegar Gunnlaugur stjörnuspekingur var gestur þáttarins og hótaði Ásdís að ljúka samstarfinu á staðnum. 

Tókust þær stallsystur á um orðið og gátu ekki heldur komið sér saman um umræðuefni. Eins og svo oft áður vildi Kolfinna dvelja við pólitíkina og býsnast yfir ástandinu í þjóðfélaginu á meðan Ásdís vildi beina athyglinni að mannlega þættinum og vera á persónulegum nótum.

Það vakti athygli að meðstjórnendurnir Elísbet og Erla fóru að kasta á milli sína ávöxtum í mótmælaskyni enda komust þær ekki að í þættinum.  

Sjá hér:  www.inntv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi togstreita á milli þáttastjórnenda er skemmtileg  og eiginlega bara nauðsynleg. Mikið væri ég samt til í að heyra meira í Elísabetu Jökuls. Getur hún ekki fengið sinn eigin þátt

Endilega verið svo duglegar að skella þáttunum inn á netið. Þátturinn 2.maí er t.d. ekki kominn inn nema að nafninu til.

Gangi ykkur vel, þið eruð frábærar.

Elísa (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:39

2 identicon

Sælar stelpur,

Ohh..er svo svekkt að ég missti af þessum hluta þáttarins en hvað um það þið verðið að koma þáttunum fyrr inn á netið!! Þessi er t.d. ekki komin - det går ikke det her ;O)

Kveðja,

Freyja "aðalgella"

Freyja (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:58

3 identicon

Þið eruð að biðja fólk að blogga til ykkar en svo hefur ekki verið hægt að komast inn á bloggið ykkar því færslurnar ykkar eru svo gamlar. Virkar eins og áhugaleysi og þá missum við sem heima sitjum auðvitað líka áhugann. Bara góðlátleg ábending.

Marsí (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:40

4 Smámynd: Mér finnst ...

Gaman að heyra - ætla að athuga þetta með hvað þættirnir koma seint inn og þessi 2. maí??? - skal skoða það.  Nú tökum bið okkur á með bloggið - fyrst þið eruð að fylgjast með - svo gott að finna fyrir ykkur sem eruð að fylgjast með.

Kær kveðja, Ásdís

Mér finnst ..., 6.5.2008 kl. 15:16

5 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Kæru kvinnur.  Ég er búin að glápa og góna á þennan umrædda rifrildisþátt !!  Ég sé bara ekkert rifrildi,- sá svoldinn dónaskap hjá Ásdísi við Kolfinnu,- en ekkert sem ég kalla rifrildi þarna,- pirringur frekar.  Ef þetta heitir að sjóða upp úr,- þá veit ég nú ekki hvað það heitir þegar ég og mín systkini taka rispurnar ;)  Mér fannst þetta ekki einu sinni ná suðumarki !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 10.5.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband