20.5.2008 | 23:06
Jóna Ingibjörg, Húgó og Svava Johansen ...
... eru gestir okkar í þessari viku.
Jóna Ingibjörg var í þættinum á mánudaginn - ásamt Ásdísi, Ellý og Kötu Júl. Þær áttu upplýsandi og skemmtilegt spjalli um kynverund mannsins og lífið sjálft - sjá frétt á visi.is: http://www.visir.is/article/20080520/LIFID01/864659548
Húgó Þórisson sálfræðingur og húmoristi og sérfræðingur í samskiptum foreldra og barna og bjargvættur margra fjölskyldna - kemur sem gestur á miðvikudaginn - og verður í settinu ásamt Ásdísi, Ellý og Elísabetu Jökuls.
Og á föstudaginn kemur glæsikonan og tískufrömuðurinn Svava Johansen í settið - en hún komst á lista yfir verst klæddu konur landsins á dögunum - ásamt Siggu okkar Klingenberg.
Sjá hér: www.inntv.is
Athugasemdir
veit að þetta komment passar ekki við þetta blogg EN:
Hvernig dettur fólki í hug og vogar sér að tala um kreppu núna!!!??? Það er óþolandi að sjá hvað allir eru eitthvað sammála í þessu. Er það kreppa þegar fimm manna fjölskylda kemst BARA tvisvar til útlanda á ári af því að þessi fjölskylda var vön að fara þrisvar eða fjórum sinnum??? Ég myndi ekki einu sinni kalla það kreppu þó þessi veslings fjölskylda kæmist ekki til útlanda nema á þriggja ára fresti, commmmmoooooon það er til skammar að tala um kreppu núna og vanvirðing við það fólk sem enn er á lífi og hefur upplifað alvöru kreppu.
Takk fyrir frábæran þátt, gaman að hlusta á ykkur.... oftast
Jóhanna F (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:19
Takk Jóhanna ... þetta sjónarmið þarf líka að heyrast. Kveðja - Ásdís
Mér finnst ..., 21.5.2008 kl. 01:15
Komiði sæl.
Ég verð að segja að þessi uppblásna bóla með "vinslit í beinni" virkaði sem gott auglýsingaplott. Burt séð frá því þá finnst mér síðastliðnu þættir þar sem Kolfinna hefur ekki verið með, virkað mjög vel. Ég hef ekkert á móti Kolfinnu en hún er frekar mikið athyglissjúk og víkur oft frá umræðuefni og/eða hleypir gestum þáttarins ekki að. Þátturinn er ljúfari og fleiri fá að njóta sín þegar hún er ekki viðstödd Það er allt í lagi að gefa Kolfinnu oftar frí!
Auðbjörg
Obba, 22.5.2008 kl. 22:16
Mér finnst Kolfinna ómissandi, lífgar upp á þættina og gerir þá þar af leiðandi skemmtilegri, mjög tómlegt núna einhvernvegin og lítið að gerast.
Jóhanna F (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 09:02
Hæ og takk fyrir mig mér finnst æðislegt að hlusta á ykkur og líður eins og loksins sé hann mótaður þessi hópur þar sem litrófið getur fengið að tjá sig og skoðunum allra sýnd virðing.
Kolfinna er frábær og Ásdís líka (svar og hvítt) og vegna annarra athugasemda. Athygglissýki er enganveginn af hinu slæma hún er einnig mannlegur þáttur sem er frábær og nauðsynlegur og kemur inn nýjum vinklum í umræðurnar sem mér finnst frábært.
Eitt hefur mér ekki líkað og það er umræðan um "hvað halda karlmenn að þeir séu, sköllóttir og með dyra eitthvað" Hvernig dettur fólki í hug að segja að aðrir megi ekki vera ánægðir með sig af því þeir falla ekki inn í einhver úlitsnorm HALLÓ. Þá er nú frekar eitthvað verulega að þeim einstakling sem segir og hugsar svona um aðra.
Mig langar líka að koma því að varðandi umræðuna um forræði foreldra. Mæður hafa mikið vald það er rétt en hafi faðirinn ekki áhuga á að umgangast börnin sín geta þær ekkert gert og þetta er óhuggulega algengt. Þetta finnst mér alveg verða útundan í umræðunni.
Kv.Hulda
og enn og aftur takk fyrir frábæran þátt
Hulda (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.