11.10.2008 | 00:03
Nýr þáttur - brautryðjendur í opinberri umræðu um kynlíf á Íslandi
Nú eru aftur hafnar upptökur á Mér finnst ... og í dag var Ásdís með áhugaverða umræðu um kynlíf og þróun þeirrar umræðu hér á landi frá því við höfðum bara Samúel og Rauðu ástarsögurnar. Gestir þáttarins eru konurnar sem ruddu brautina í umræðunni um kynlíf og kynheilbrigði hér á landi, þær Halldóra Bjarnadóttir, Ragnheiður Eiríksdóttir og Ágústa Jóhannsdóttir. Óhætt er að segja að ýmislegt sé látið flakka á meðal þessara kvenna sem hafa í rætt um kynlíf blyggðunarlaust í áraraðir. M.a. rifjar Ragheiður upp fræga sýningu á píkumyndum á hátíðarsýningu á stóra sviði Borgarleikhússins í tengslum við leikritið Píkusögur - hún dró fram myndabókina góðu og deildi með áhorfendum píkumyndum og sögum af þeirri uppákomu. Konurnar voru einnig bjartsýnar á að kreppan myndi færa okkur ný tækifæri og bættar áherslur í samskiptum.
Kolfinna og Ásdís skiptast nú á að sjá um Mér finnst en þeir eru á dagskrá á föstudagskvöldum í sjónvarpinu á rás 20 og eru einnig aðgengilegir á netinu á inntv.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.