7.11.2008 | 12:07
Konur eru tilbúnar til að taka völdin
Neyðarstjórn kvenna og Fésbókin eru til umræðu í Mér finnst þessa vikuna.
Nýr baráttuandi gerir vart við sig á Fésbókinni þessa dagana - enda er hér um að ræða ótrúlega öflugan lýðræðisvettvang - þar sem fólk tengist, hópar og tengslabandalög verða til og hluti gerast hratt. Neyðarstjórn kvenna komin með 1600 meðlimi á nokkrum klukkutímum og hópar eins og Hættum að borga telja 15000 meðlimi.
Athugasemdir
Það er kominn tími til að allar ákvörðunarstjórnir á Íslandi hafi 50% konur. Noregur er búinn að setja þetta í lög. Allavega 40% er í lögum EB. Það eru engar afsakanir til lengur um að velja skuli ´hæfasta´fólkið. Það er nóg til af vel menntuðum og reyndum konum í þessi störf.
Ég verð að segja að mér finnast nýju bankaráðin einkennileg:
Nýr Landsbanki 40% konur - skref í rétta átt.
Glitnir 20% konur (bara ein kona) - þetta brýtur jafnréttislög.
Nýja Kaupþing 80% konur - flott!
En, engin kona er stjórnarformaður.
Sjá meira á
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item235768/
Kristín Vala Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.