29.11.2008 | 01:32
Allt soldið sirka og sjarmerandi á ÍNN
Það vantaði bara 10 mínútur framan á þáttinn MÉR FINNST í kvöld þar sem merkilegir endurfundir áttu sér stað. Gestir þáttarins voru Kolfinna og fastakonurnar - Björk Jakobs, Guðrún Bergmanna og Sigríður Klingengberg - við vissum að Ellý yrði sein, var að lesa fréttir á Bylgjunni.
Mættar uppá ÍNN uppúr fjögur - uppdressaðar og sminkaðar - komnar í settið klukkan fimm - röðuðum okkur í kringum borðið í myndverinu - tókumst aðeins á um staðsetningu eins og venjulega - settum upp hljóðnemana og gerðum hljóðprufur.
Síðan var talið í. Ég kynnti þáttinn - þessa einstöku endurfundi - rann til með olnbogann á borðinu og var sökuð um ölvun - allt látið flakka og ekkert klippt. Konur að velta fyrir sér stöðunni - Ísland á heljarþröm - Sigga hvetur til jákvæðni og segist biðja fyrir ríksstjórninni - Kolfinna vill mótmæli og uppgjör - Björk nýkomin frá Rússlandi, himinlifandi yfir Íslandi - aðrar tilbúnar að flytja úr landi. Konur lýsa líðan sinni - ein komin á atvinnuleysisbætur, önnur að hugleiða gjaldþrot.
Þátturinn á enda og við flytjum okkur fram í eldhús. Viðar alsherjar sér um afganginn. Þátturinn að fara í loftið þegar í ljós kemur að það vantar framan á hann - fyrsti hlutinn aldrei tekinn upp. Æææ!!! Útsendingin byrjar í miðju kafi: Ellý er mætt ... og við vorum einmitt að ræða .... - óborganlegar upphafsmínútur glataðar að eilífu.
Eftir smá ergelsi og tuð er ekki um annað að ræða en að brosa. Viðar alsherjar segir fyrirgefðu - hann hlýtur að vera æðrulausasti maður á Íslandi, er í 10 hlutverkum, sér um lýsingu, hljóð, upptökur, klippingu, súb-texta, gerir lógó og stef, renderar þættina, sér um útsendingu. Stundum blikka ljósin, hljóðið getur verið til vandræða, freimingar eru frjálslegar og það getur vantað framan á þætti. En þetta er hluti af sjarmanum - einlægni og einfaldleiki - það sem gerist gerist bara, ekkert leikrit í gangi, engar brellur, allt orginal, nógur tími, engin ritskoðun og allir fá að heyrast.
Þannig er ÍNN - soldið sirka og sjamerandi.
Ásdís Olsen
Athugasemdir
Svona eru bara íslendingar.. við höfum 'þetta reddast' attitjúdið í öndvegi! :)
Viðar Freyr (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:21
Var að horfa á fyrsta þáttinn með þér í kvöld. Þátturinn með ungu gellunum í ungliðahreyfingunum, allt á netinu, algjör snilld og hörku skemmtilegt.
Hlakka til að fylgjast með í framtíðinni.
Með góðri kveðju
Fanný Guðbjörg (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 01:47
Takk fyrir þetta Fanný Guðbjörg - gaman að heyra frá þér - láttu mig vita ef þú ert með hugmyndir af umræðuefni - er alltaf að leita.
Kveðja, Ásdís
Ásdís (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.