Verðtryggðu húsnæðislánin munu setja millistéttina á hausinn

Þetta kom fram í þættinum Mér finnst á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld. 

Íslenska millistéttin - vel launað fólk sem borgar skatta og heldur í raun kerfinu uppi - er að gefast upp á greiðslubyrði húsnæðislána - verðtryggingin er að setja fólk á hausinn og fólk er að velja gjaldþrot frekar en að eyða öllum laununum sínum í að greiða afborgarnir af húseignum sem það mun hvort sem aldrei eignast. Þúsundir heimila verða eign bankanna á næstunni og vel menntað fólk sér framtíð sinni best borgið í útlöndum. Þetta kom fram í þeim dæmisögum sem voru til umræðu í þættinum og í máli Ingólfs H. Ingólfssonar fjármálaráðgjafa.

Það eina sem gæti komið til bjargar er að hagræða verðtryggingu lána, t.d. með því að festa vextina við 4% - leggur Ingólfur til - en engar slíkar aðgerðir eru fyrirhugaðar samkvæmt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi Félags- og tryggingamálaráðuneytisins, sem vinnur að nýju frumvarpi um aðgerðir "til að koma til móts við lántakendur vegna verðtryggingar".

Þessar sögur voru til umræðu í þættinum, en þær eiga við um mörgþúsund íslensk heimili:

Saga 1:
Ungt fólk með 4 ára barn, í vinnu og að ljúka meistaranámi, keypti 25 milljón króna eign fyrir 2 árum – þau átti 7.5 milljónir í íbúðinni, tóku Íbúðalánasjóðs lán upp á 17.5, sem nú er komið í 21 milljón. Ef verðbólgan verður 20%-30% eins og spáð er verður lánið komið vel yfir 25 milljónir eftir ár. Hér eru engin gengislán, engin bílalán, ekkert óábyrgt sukk. Eftir 1 til 2 ára verður eignifjárstaðan orðin neikvæð um 10 milljónir – þótt greitt sé af láninu og afborganir séu himinháar, eignast þau ekki neitt, heldur festast enn frekar í skuldanetinu. Þau velja að borga ekki afborganir, sjá hvort sem er framá gjaldþrot – ætla bara að skila lyklinum til Íbúðarlánasjóðs og flytja til útlanda.

Saga 2:
Miðaldra hjón með 3 börn á heimilinu, í góðri og öruggri vinnu, keyptu sér einbýlishús á 50 milljónir, áttu 20 milljónir og tóku 30 milljón króna húsnæðislán, sem er komið í 47 millur í dag. Greiðslubyrðin var140.000 á mánuði er nú 260 þúsund. Þau áttu 20 milljónir í húsinu fyrir nokkrum vikum en ekkert í dag. Þau sitja uppi með hús sem ekki er hægt að selja enda stæði húsið ekki undir sér hvort sem er. Þau eru í skuldafangelsi, þurfa að eyða megninu af laununum sínum í afborganir af húsi sem þau koma aldrei til með að eignast nokkuð í. Þau velja að fara í gjaldþrot og leigja sér húsnæði fyrir helmingi lægrii upphæð á mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hulda

Ég verð að segja að ég fékk í magann þegar ég horfði á þáttinn...sem var frábær btw.

En ég hugsaði allan tímann....hvert til útlanda getur gjaldþrota fólk farið...það er samsköttun og samvinna milli Evrópulanda og fólkið er alveg jafn gjaldþrota þar og hér!

Svo þarf maður að sækja um landvistarleyfi utan Evrópu - sem tekur tíma (stundum eitt-eitt og hálft ár).

Staðan virðist því vera þannig "You can run, but you can´t hide"!

Guðrún Hulda, 20.11.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband