Karlmenn "andlega samkynhneigðir"?

Karlmenn eru andlega samkynhneigðir, er orðasamband sem Þórhildur Þorleifsdóttir setti fram til að skilgreina hið sterka tengslanet karlmanna í íslensku samfélagi. Dísa Í Worldclass vitnaði í þessi orð Þórhildar til að ítreka hversu erfitt væri fyrir konur að komast inn í þetta tengslanet. Þess vegna hefðu konur í FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri) sett fram lista yfir 100 konur sem eru allar í fyrirtækjarekstri eða stjórnun til þess að auðvelda leitina að konum í stjórnir, en viðkvæði karla er of oft það að svo erfitt sé að finna viljugar og frambærilegar konur til stjórnarsetu. Þetta framtak verður að duga ef stjórnvöld neita að nýta það tæki sem kallast kynjakvóti til að leiðrétti misrétti í þjóðfélaginu. Mikil andúð virðist ríkja meðal fólks á kynjakvótanum sem hefur þó verið tekinn upp víða í nágrannalöndum okkar og m.a.s. í Bandaríkjunum (affirmative action). Og er sú andúð eðlileg ef fólk skilur ekki nýtingu þessa tækis á réttan hátt.

Konur hafa hægt og hljótt verið að öðlast þáttökurétt í samfélögum víða um heim á síðustu öld, og hver var aðgöngumiðinn? Kosningarréttur sem var settur í lög. Á Íslandi fengu konur þetta tæki í hendurnar nokk snemma (1915), í Frakklandi 1964, í Sviss 1971. Hálf öld, heil öld síðan konur fengu að tala, vera, segja, en það er ekki þar með sagt að þeim verði hleypt sjálfkrafa inn í "tengslanet" ráðandi afla. Þeir sem hafa völdin, hleypa ekki svo auðveldlega öðrum að. Það liggur í hlutarins eðli. En við búum ekki lengur við lénsveldi heldur á tímum lýðræðis og mannréttinda. Stjórnarskrá Íslendinga sem annarra lýðræðisríkja, byggir á rétti fólksins sjálfs til að vera, segja og gera. Ýmis lög hafa verið sett til að tryggja aðkomu minnihlutahópa inn í þjóðfélagsstrúktúrinn og ekkert þykir sjálfsagðara í dag. Ef t.d. ekkert hefði verið að hafst (þá sérstaklega lagalega)í S-Afríku til að binda enda á apartheid, þá byggi enn 70% íbúa landsins við kerfisbundið misrétti. Ef "desegregation" í Bandaríkjunum hefði ekki verið leidd áfram með lögum og reglugerðum, byggi svart fólk enn í slömmum eins ríkasta lands heims og ætti sér engu útkomuleið (sem því miður of margir þó enn gera og þess vegna verið gripið til lagasetninga). Það er ekki hægt að festa sönnur á hina "andlegu samkynhneigð" karla en við vitum allar af henni.

Mörg rök eru notuð til að sýna fáranleika kynjakvóta. Og mörg rökin eru fáranlega. Barneignir eru t.d. notaðar gegn okkur, eins furðulega og það hljómar, því ekkert er fallegra en barneignir. Því miður er enn litið á barneignir sem einkamál kvenna, (stundum hjóna) og sagt að það sé fyrst og fremst vegna þeirra sem konur hafi ekki sama tíma, sömu getu til að vinna krefjandi vinnu. Hún hverfur af vinnumarkaðinum og auðvitað hverfa þá tekjur hennar líka. Með fyrsta barni tapar kona 1/3 af þeim hugsanlegu ævitekjum sem karl vinnur sér inn yfir ævina. Með öðru barni er hún búin að tapa helming. Á þetta virðist vera litið sem einkavandamál konunnar. Og líklegast þess vegna sem þjóðfélagið þykist ekki þurfa að taka ábyrgðina og koma til móts við þennan algenga "sjúkdóm", sem önnur hver kona þjáist af: fæðingu barns.

En barneignir eru og hafa aldrei verið einkamál kvenna, heldur upphaf og endir hvers þjóðfélags. Á ítalíu hafa þeir loks fattað þetta. Þar í landi hafa konur í æ ríkari mæli verið að mennta sig og gerast fjárhagslega sjálfstæðar, en yfirvaldið hefur ekki komið til móts við þessa staðreynd og því er það afar erfitt fyrir konur að samhæfa frama á vinnumarkaði móðurhlutverkinu. Þær hafa því æ fleiri tekið þann kostinn að sleppa barneignum, og ef þær eiga barn, þá er það eitt stykki svona rétt fyrir fertugt. Ímynd ítalskra kvenna er enn í dag hin mikla Mamma, með krakkaskarann á eftir sér, en raunin er önnur: í dag eiga ítalskar konur fæst börn allra evrópubúa. Þetta stefnir landinu í voða, því gamlingjarnir eru orðnir fleiri en vinnandi fólk, og ítalir hafa neyðst til að nýtast við innflytjendur til að fylla í það skarð sem stefnir efnahag landsins í mikla hnignun. Ástandið er svo slæmt að því er spáð að árið 2050 verði Ítölum búið að fækka um 20 milljónir eða um einn þriðja. Það var akkúrat fyrir sömu ástæðu sem hið mikla Rómaveldi leið undir lok.

Það er sárt að konur þurfi að "sanna" hagfræðilega hvers vegna þjóðfélagið ætti að koma til móts við barneignir og ummönnun barna með öllum hugsanlegum ráðum, að konum ætti ekki að vera "refsað" fyrir barneignirnar, heldur þvert á móti hvattar til þess. Og ef það eru barneignir sem eru að koma í veg fyrir að konur komist áfram framabrautina, að konur fái aðgang inn í "tengslanet" karla, þá hlýtur þjóðfélagið að þurfa að bregðast við því með öllum tiltækum ráðum, reglugerðum sem lögum. Annars hætta þær að eiga börn, og ekki megum við því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk sem er ekki eignafólk er loksins að fá að taka þátt í öllu stigum samfélagsins. Stór hluti karlmanna fékk kosningarrétt á sama tíma og konur. Stór hluti karlmanna kemst ekki að í stjórnum fyrirtækja. Þetta er ekki kvennlægt vandamál. Þetta er vandamál sem lýsir sér þannig að ef þú átt ekki eignir þá færð þú ekki að vera með. Þetta misrétti sem þið eruð alltaf að tala um bitnar líka á karlmönnum, á sama hátt og það gerir á kvennmönnum. Málið er að það eru bara konur með kvennakynjagleraugun á hausnum sem eru búnar að kanna þetta mál og hafí ekki tekið karlmenn með í dæmið. ÞAÐ MYNDI VENJULEGUR KARLMAÐUR ALDEI GERA, að horfa aðeins á vandamálið út frá sér og kynbræðrum sínum. Það er eins og það séu bara konur sem láta það skipta sig máli hvort fólk er með typpi eða ekki.

Mér finnst það vera í eðli kvenna að mismuna út frá kyni, það er allvegnan í eðli femínsta. Sjáið bara femínstana sem eru á þingi, vilja ekki leyfa karlmönnum að taka þátt í jafnréttisumræðunni. Segja að það sé ekki hlutverk karlmanna(haha, og talandi um eðlishyggjukenningar). Meiri hluti kvenna, sérstaklega femínsta, eru haldnir þeirri sjálfblekkingu að konur séu betri í að ræða viðkvæm mál, janrétti og mismunun og þessháttar. Eiga þessar konur ekki bara að vera í eldhúsinu að ræða jafnrétti og mismunun ? 

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Viðar Freyr Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

http://www.youtube.com/watch?v=SjxY9rZwNGU

Viðar Freyr Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 20:45

4 identicon

Skemmtilegir þættir stelpur mínar og ...hvernig hafið þið það í píkunni Segi svona ....píkan mín er í góðum gír og alltaf rökuð sem er reyndar af sama toga og þetta með maskarann og varalitinn ...verður vani og það svo svæsinn að manni finnst hitt þ.e. hárið frekar furðurlegt og maður sjálfur í norminu. Mér finnst þið standa ykkur vel ... mættuð reyndar kynna gestina ykkar með ögn meiri virðingu ...svo þeim líði ekki mjög lengi eins og fávita og boðflennu, en það rjátlast af þeim þó furðu fljótt. Ég hlustaði á Kolfinnu hjá Jónasi bæði föstudagskvöldin og það var snilldin ein hvernig hún tæklaðir Jónas á góðum momentum fyrir utan hressilega frásögn af lífshlaupi sínu ...ég hélt þó að Jónas freistaðist að bjóða henni í þriðja þáttinn en nei nei hann kvaddi, ...hægt að hlusta á ruv.is Þið eruð æði sætar og sérstaklega eruð þið flottar um hárið ...mjög smartar!!!!!!!! Svo bara meiri fjör og líflegar umræður um allt milli himins og jarðar eins og ykkur einum er lagið. Takk fyrir mig.

SB (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 03:13

5 identicon

HAHAHAHAHHAHAAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH,  ÞVÍLÍK FÁSINNA. Reynið nú að vakna stelpur mínar og taka til í ykkar ranni. Talandi um rembu. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband