Kynlífskönnu til umræðu

Fræg kynlífskönnun ... sem olli miklu fréttafári og setti Kvenréttindafélag Íslands á annan endann á sínum tíma ... var til umfjöllunar í Mér finnst á föstudaginn og til frekari umræðu á visi.is - sjá hér http://www.visir.is/article/20080602/LIFID01/159400884

---- Sagan er þessi - Ásdís Olsen var ritstjóri 19. júní - sem er ársrit Kvenréttindafélags Íslands - sem, ásamt stórhuga ritstjórn - réðst í heilmikla rannsókn á kynlífi kvenna --- sem hafði ekki verið gert áður - að spyrja íslenskar konur hvað þær væru að fá útúr kynlífi - hvað þeim finnst og hvað þær vilja. Rannsóknarfyrirtæki var fengið til að framkvæma rannsóknina - spurningalisti var sendur til 800 kvenna ... en svo óheppilega vildi til að formaður KRFÍ lenti fyrir tilviljun í úrtakinu og brást illa við ... svo þessi mjög svo leynilega rannsókn komst í frétti og varð á allra vitorði - þar sem tölvunefnd og stjórn KRFÍ og Jón Steinar lögmaður -komu m.a. við sögu og að endingu skáru dómstólar landsins úr um lögmæti könnunarinnar og ólögmæti uppsagnar ritsjórans.

Ritsjóri og ritstjórn gáfu tímartitið út í eigin nafni og kölluðu það Sterkar saman ... þar sem niðurstöður rannsóknarinnar frægu voru gerðar opinberar ... og ýmislegt fróðlegt kom í ljós ... 

þegar spurt var ... hefuru haldið framhjá?    sögðu 23% ísl kvenna já

En einnig var spurt  ...

- hvort finnst þér betra að vera með karlmanni með stóran eða lítinn lim?

-færðu kynferðislega fullnægingu?

-hve gömul varstu við fyrstu samfarir?

.... svo dæmi séu tekin.

Upplýsingarnar voru krosskeyrðar og niðurstöðurnar ræddar og túlkaðar með aðstoð kynlífsfræðings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband